Fara í innihald

Spjall:Sveinn tjúguskegg

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sveinn tjúguskegg Blátannarson[breyta frumkóða]

Til gamans: Í Gerplu eftir Halldór Laxness segir svo frá Sveini í 30. kafla: Sveinn hefur konúngur heitið, hann var Blátannarson, hann réð fyrir Danmörku, þann kalla danir tvískegg á sínum bókum en íslendíngar tjúguskegg; á enskum bókum er hann kallaður föðurbani að viðurnefni, hafði hann það sér til frægðar unnið umfram marga konúnga að berjast við föður sinn og drepa hann. Sveinn hafði í bernsku tekið við kristni af þýðverjakeisara, en kastað trúnni og vildi nú drepa alla kristna menn, einkum klerka. Það spyr Sveinn konúngur að Eingland er svo landa að þar ná hugprúðir konúngar mikilli frægð, og lætur saman koma flota ágætan í Danmörku og siglir honum til Einglands og tekur að herja á landið. Danir komu á Eingland austanvert og settu sumt lið sitt á land en höfðu sumt á skipum. Sveinn Blátannarson var um mart ólíkur konúngur Þorkatli Strútharaldssyni: með því að Þorkell var sækonúngur og hafði jafnan farið á skipum, þá var hann ránsmaður meiri en landvinnínga, kom honum lítt í hug að setjast að löndum þótt hann ætti þess kost; og því reytti hann af Aðalráði einglakonúngi alt fémætt en settist aldregi í ríki hans.... --89.160.147.231 13. október 2010 kl. 23:31 (UTC)[svara]